Þröngur sjóndeildarhringur

Fjölmiðlun

Sumir Moggabloggarar trúa, að mbl.is sé Ísland. Einn hafði atkvæðagreiðslu um vinsælasta bloggara landsins. Um slíkt þarf ekki atkvæði, því mælingar eru betri. Vinsælasti bloggari mbl.is kemst ekki í tíunda sæti á landsvísu. Í svipuðu sæti er vinsælasti bloggari visir.is. Miklu framar er vinsælasti bloggarinn á eyjan.is, sem oft er í þriðja sæti á landsvísu. Kosningin fann heldur ekki vinsælasta bloggara landsins, Ármann Jakobsson. Bloggið hans í fyrra kom út í sérstakri bók um áramótin. Hann er utan mbl.is, visir.is og eyjan.is. Mælist því ekki í hugum þeirra, sem trúa, að mbl.is sé Ísland.