Hefðbundnir fjölmiðlar fjölvarpa efni sínu til tugþúsunda. Tekjumynztur þeirra rís á fjölda notenda, sem endurspeglast í verði og magni auglýsinga. Þetta mynztur er farið að bila. Í staðinn er komið þröngvarp, sem felst í fámiðlun í stað fjölmiðlunar. Hópar bloggara lesa sinn hóp. Áhugafólk um sértæk mál hverfur inn í þann heim og fylgist ekki með hefðbundinni fjölmiðlun. Sú gerði ráð fyrir, að allir hefðu áhuga á pólitík, þorski, öryggisráði. Mál, sem hliðverðir fjölmiðlanna ákváðu, að væru umræðuefni allra. Nú ákveða sérhópar slíkt hver fyrir sig. Þröngvarp er í örum vexti.