Nánast alveg hættur að hlusta á greiningardeildir og hagfræðideildir banka. Viðurkenni þó, að ég er sammála hagfræðideild Landsbankans um gjaldeyrismál föllnu bankanna. Greiðslur úr þrotabúum þeirra verði í krónum, en ekki í gjaldeyri. Yfirfærslur verði háðar nógu strangri skömmtun Seðlabankans til að hindra gjaldeyrisþurrð. Með framhaldi fyrri neyðarréttar frá hruninu er þjóðin bara að tryggja tilvist sína til framtíðar. Með æðruleysi verður að taka því, að þetta leiði til málaferla þeirra, sem telja kosti sína þrengda. Brýnna er að hindra annað þjóðargjaldþrot í kjölfar uppgjörs gömlu bankanna.