Þróunaraðstoð við Evrópu

Punktar

Of mikið er að segja íslenzkar fiskveiðar sjálfbærar. Eru þó mun skárri en fiskveiðar strandríkja Evrópusambandsins. Fiskveiðistjórnun á vegum Hafró er annað en kvótaeign og kemur ekkert við deilunni um eignarhald auðlinda. Þessi fiskveiðistjórnun hefur í stórum dráttum gefizt vel. Hefur staðizt áhlaup ofveiðisinna. Slíku er ekki til að dreifa hjá strandríkjum Evrópu. Því er vel til fundið, að sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu bjóði því íslenzka hjálp. Aðstoð við að fá vit í skipulagið þar, sem er í tómu tjóni. Það gæti verið framlag Íslands og þróunaraðstoð okkar við sameinaða Evrópu.