Þetta er farið að taka töluvert lengri tíma en rósrauðar yfirlýsingar Katrínar hafa gefið í skyn. Enn í dag er einhver hængur á ríkisstjórninni. Frá sjónarmiði fjórflokksins er skynsamlega staðið að verki, þess vandlega gætt, að ekkert leki út um viðræðuefnin. En allir eru kátir og farnir að þamba freyðivín, svo þetta hlýtur að fara að nálgast. Katrín myndar þessa stjórn fyrir íhaldið, hvað sem hver segir. Það er varið með því, að hún hafi ekki fyrirfram hafnað neinum brúðguma. En hver vissi, að það yrði sá ljótasti og versti. Ekki kemur á óvart, að erfiðasti hjallinn er að þrýsta samkomulaginu niður kokið á helzta vitfólki Vinstri grænna.