Þú átt kvótann – ekki þeir

Punktar

Stjórnarskráin segir skýrt, að þjóðin eigi auðlind hafsins. Kvótalögin segja líka: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Kvótagreifar eiga því ekkert í óveiddum fiski, ekki baun. Sem handhafar aflaheimilda hafa þeir engin lögbundin atvinnuréttindi umfram þig. Fyrir hönd okkar borgaranna úthlutar ríkið kvótanum árlega. Næsta ár má úthluta honum á allt annan hátt eða hafa alveg annan og ólíkan hátt á veiðunum. Lagatæknar kvótagreifa hafa lagt hart að sér og munu leggja nótt við dag við að snúa út úr þessum sannleika.