Bjarni Benediktsson segist hafa verið meðvitundarlítill í veizlunni miklu. Skrifaði meira að segja undir pappíra án þess að hafa hugmynd um innihaldið. Var ekki bara að byggja skýjaborgir á spilavítiseyjunni Macau. Keypti líka sjoppur á Bretlandi. Segist ekki hafa tapað neinu á útrásinni, notaði fé frá Sjóvá í braskið. Síðan fór Sjóvá á hausinn, hafði eytt bótasjóði almennings í þetta meðvitundarlausa rugl. Til að verja fólk fyrir ævintýramennsku hinna frábæru snillinga neyddist ríkið til að spreða tólf milljörðum í þrotabú Sjóvá. Þannig lauk braski Bjarna á kostnað skattgreiðenda. Þú borgar tjónið.