Þú eitrar loftið mitt

Punktar

Aukið farþegaflug auðþjóða étur upp allan ávinning af tilraunum til að draga úr útblæstri, sem veldur loftslagsbreytingum. Leyndarskýrsla á vegum nokkurra vestrænna flugmálstofnana kemst að þessari niðurstöðu. Menn haga sér eins og fíklar, þegar kemur að flugi, fara oft á ári í helgarferðir til útlanda. Ef skynsemi réði ferðinni, væri flug innan Evrópu skattlagt um 10.000 krónur á sæti, milli álfa um 20.000 krónur á sæti og einkaflug um 100.000 krónur á sæti. Þessar tölur eru komnar á blað hjá Evrópusambandinu. Þar velta menn fyrir sér að fara að gera eitthvað í þessum skandala þínum.