Launakröfur seðlabankastjóra hafa löngum vakið athygli. Urðu auðvitað fyrirmynd annarra, sem sögðu: Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Svo brjálast þessi sami seðlabankastjóri, þegar pakkið vill hærri sultarlaun. Fyrirgefðu, Már Guðmundsson, þú ert ekki marktækur, vertu ekki troða þinni gráðugu hugsun inn í þessa umræðu. Þú ert bara hagfræðingur, sem er fínt orð yfir trúarbragðafræði í fjármálum, peningalegar biblíusögur. Þú getur ekki heimtað sjö stafa tölu á mánuði í laun og röflað gegn 240 þúsund krónum fólks. En þetta frumhlaup stjórans sýnir firringuna, sem hlaupin er í yfirstéttina.