Þú ert samt dauður

Punktar

Donald Miller hvarf og var úrskurðaður látinn. Áratug síðar kom hann fram og vildi að nýju gerast borgari í Ohio. Dómarinn Allan Davis sagði bara: Þú ert samt dauður, lögin heimila ekki upprisu. Davis gæti hafa lært lagatækni í Háskóla Íslands. Þar liggja menn í teygjanlegum textum eins og biblíumenn. Skilja ekki, að orðin fljóta í umhverfinu. Dómarar þurfa ekki bara að velta fyrir sér sérvizkutúlkunum orða. Þurfa líka að átta sig á umhverfi laganna. Hvers vegna þau voru sett og hvað kom þá fram í umræðunni. Það kunna hvorki Allan Davis né íslenzkir dómarar. Íslenzk lögfræði er því orðhengilsháttur.