Hver kjósandi hefur aðeins eitt atkvæði í kosningu til stjórnlagaþings, ekki 25-31 atkvæði. Hann kýs þann, sem hann merkir með tölustafnum 1. Merki hann við fleiri, eru þau atkvæði ekki talin, nema sá sé inni eða úti, sem hann merkti fyrstan. Þannig falla dauð öll merkt sæti á seðlinum, ef þau eru aftan við númer eitt. Þar sem frambjóðendur verða 150 eða fleiri, er einnig ljóst, að dreifingin ónýtir mörg atkvæði í fyrsta sætið. Þetta skrítna kerfi gerir kosninguna óraunverulega. Kjósandi verður að hugsa um, hvort ólíklegt sé, að óska-frambjóðandi hans nái kjöri og atkvæði hans falli því dautt.