Get skilið, að Samfylkingin og Vinstri græn sitji hjá um 132 milljarða og tíu ára búvörusamning. Þeir hafa of oft sýnt fram á, að þeir eru hluti af gamla fjórflokknum. Á endanum var það bara Björt framtíð, sem greiddi atkvæði á móti, eini flokkur skynseminnar í þessu máli. En ég var furðu lostinn yfir hjásetu Pírata. Hafði haldið og vonað, að þeir vissu meira um innihald þessa samnings. Hann bindur hendur margra ríkisstjórna fram í tímann og takmarkar svigrúm til endurskoðunar á tímabilinu. Hjáseta Pírata verður brennimerki þræla kerfisins fram í tímann. Súrt, kæst og vont vegarnesti inn í aðvífandi meginkosningar.