Þú velur þína kosti

Megrun

Ég nota mest skíðagönguvélina, því að hún fer létt með liðina. Er orðinn 72 ára og stirður til gangs eftir langvinna offitu. Gefst því upp á göngu og hjólreiðum, en skíðagönguvélin ofbýður mér ekki. Hún dreifir þunganum upp í efri hluta líkamans. Væri ég á bezta aldri, mundi ég fara út að ganga. Það er skemmtilegasta hreyfingin og hentar bezt þeim, sem ekki eru yfir sig hrifnir af heilsurækt. Stafaganga er afbrigði af göngu, sem virkar svipað og skíðagönguvél. Stafirnir dreifa þunga átaksins upp úr fótunum. Kostir þínir í stöðunni eru margir og þú velur bara þá heilsurækt, sem hentar þér bezt.