Hef lengi verið hlynntur Evrópusambandinu. Varð þó þungbært á tíma José Manuel Barroso, er orðið óbærilegt á tíma rónans Jean-Claude Juncker. Lengst var það málsvari neytenda, almennings og réttlætis. Undir Barroso og Juncker hefur það hins vegar hallazt að auðhringum. Gengur svo langt, að í kyrrþey er verið að búa til samning um að jafnsetja auðhringa þjóðríkjum. Endar með yfirtöku þeirra á Evrópu eins og gerðist í Bandaríkjunum. Þjónkun við peninga og peningamenn gerði Evrópusambandið að skrímsli í samskiptum við Grikkland. Evrópa er þannig litlu skárri en Ísland, sem tekur sjálfstæðan þátt í landráðum TISA-viðræðna.