Þurfa að þola þrjá forseta

Punktar

Við höfum bara einn forseta til að reyta hár okkar út af. Erum þó gæfusöm í samanburði við Evrópusambandið, sem hefur þrjá. Herman Van Rompuy er forseti nýja Evrópuráðsins. José Manuel Barroso er forseti ráðherranefndarinnar. José Luis Rodríguez Zapatero er forseti forsætisráðs sambandsins. Hugðust allir þrír taka á móti Barack Obama á toppfundi i maí. Rifust um röð sína á rauða dreglinum. Nú hefur Obama afboðað komu sína. Bandarískir erindrekar hvísla, að það stafi af, að Bandaríkjamenn viti ekki, hver sé Mr. Europe. Hann geti ekki talað við þríhöfða þurs. Við höfum þó bara einn Mr. Iceland.