Þurfa ekki meðdómendur

Punktar

Til siðs er, að dómarar kveðji til sérfróða meðdómendur, þegar deilt er um fagmál fyrir dómi. Til dæmis eru kvaddir til meðdómendur, þegar deilt er um skemmdir á húsum. Ein undantekning er á þessari reglu. Þegar fjallað er um fagmál fjölmiðlunar, þykjast dómarar sjálfir vera fullgildir sérfræðingar. Kalla ekki til neina sérfróða meðdómara. Þannig verða til furðulegir dómar. Til dæmis með utangátta túlkunum á orðum og setningum. Til dæmis um, hvað eigi erindi til fólks og hvað ekki. Einkum er þetta áberandi í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem á sér margra ára sögu fáránlegra dóma gegn fjölmiðlungum.