Þurfa ekki óvini, hafa NSA

Punktar

Njósnastofnunin NSA skaðar Bandaríkin meira en samanlögð hryðjuverkasamtök heims. Lék lausum hala, notaði alla handbæra tækni. Hagaði sér svo, því að hún gat, ekki af því að hún þyrfti. Allar slíkar stofnanir gera raunar svo, sé ekki haft á þeim strangt taumhald. Því hefur ekki verið til að dreifa í Bandaríkjunum. Keith Alexander forstjóri er dr. Strangelove nútímans. Ekki hafa bara evrópskir þjóðarleiðtogar fjarlægzt Bandaríkin, heldur hafa líka Yahoo og Google fengið sjokk. Búast má við, að fjarskipti heimsins verði losuð úr bandarískri bóndabeygju. Og heimsveldið á fáa vini þessa dagana.