Þurfalingurinn í austri

Punktar

Munið þið eftir appelsínugulu byltingunni í Úkraínu fyrir fimm árum? Unga fólkið í landinu tjaldaði á torgum daga og nætur til að bylta ríkisstjórn, sem var höll undir Rússland. Hetjur dagsins voru Julia Timosjenko og Viktor Jusjenko. Hún er forsætisráðherra og hann er forseti. Skemmst er frá því að segja, að þau hafa rifizt eins og hundar og kettir í fimm ár. Reynt að draga hvort annað í svaðið og þjóðina með. Úkraína er þurfalingur meðal ríkja heims, ofarlega í spillingarskrám. Lífsgæði þar eru á borð við Azerbaian og Turkmenistan. Engar líkur eru á, að Evrópusambandið vilji taka við Úkraínu.