Þurrkaður þari á Þremur frökkum

Veitingar

Fékk ferskan krækling og þurrkaðan þara í forrétt hjá Úlfari Eysteinssyni á Þremur frökkum. Síðan kom hrár hvalur sashimi, svo saltfiskur og loks brennt skyr brûlée. Úlfar Eysteinsson sýndi í gær, að hann er einn fremsti kokkur okkar. Er ekki í froðum og hlaupi, litum og skrauti, bara í mat. Fiskurinn er auðvitað aðdráttaraflið, saltfiskurinn eins og beztur verður, hnausþykkur og létt eldaður. Þurrkaði þarinn er tilraun Úlfars, fyrirtaks snakk-fæði. Ferskur kræklingur og hrár hvalur eru herramannsmatur. Brennt skyr er hinn fullkomni eftirréttur. Lambakjöts- og grænmetisréttir staðarins eru lakari.