Fyrir þúsund árum ákvað lögbókin Grágás, að samfélagið bæri ábyrgð á vesalingum, svo sem öryrkjum, gamalmennum, sjúkum og atvinnulausum. Hreppar voru beinlínis stofnaðir til að sjá um framfærslu þeirra, sem höfðu orðið undir í lífinu. Nú á tímum hafa allir stjórnmálaflokkar lengst af verið sammála um þetta öryggisnet. Vinstri flokkar hafa þó viljað efla það og hægri flokkar haldið því óbreyttu. Alveg nýtt í sögu landsins er, að ríkisstjórn víki frá þessari velferðarstefnu. Að ríkisstjórn og þingmenn hennar ráðist af hörku gegn öryrkjum, gamlingjum, sjúkum og atvinnulausum. Herferðin er í boði kjósenda bófaflokkanna tveggja.