Þúsund manna þjóðfundur

Punktar

Þúsund manna þjóðfundur er trikk almannatengla. Aðferð við að telja fólki trú um, að það hafi völd. Í nefndir eru settir leiðsögumenn, sem stýra flæði nefndanna. Og fulltrúar hagsmunaaðila, sem eyðileggja allt, sem þeir koma nálægt. Samt stendur fólk upp að loknum fundi og ímyndar sér, að það hafi haft einhver áhrif. Slagorð voru búin til, ritskoðuð af leiðsögufólki og umboðsmönnum hagsmuna. Við höfum séð eitt dæmi um svona rugl og ég hef séð fleiri. Þjóðfundir af þessu tagi almannatengla eru aðferð til að svæfa fólk. Út úr þeim koma gagnslaus, innantóm slagorð eins og “virðing” og “réttlæti”.