Þúsund sára dauðinn

Punktar

Eina vikuna hækkar hlutdeild sjúklinga í komugjöldum; aðra vikuna hækkar hlutdeildin í lyfjaverði; þriðju vikuna hækka prófgjöld Háskólans; fjórðu vikuna túlkar ríkisstjórnin dómsúrskurð á þann hátt, að dráttarvextir séu örorkubætur; fimmtu vikuna er sérfræðiþjónusta lækna aftengd kerfinu. … Þetta er stefna þúsund sára dauðans. Jafnt og þétt er höggvið á velferðarkerfi, sem þjóðin kom sér upp, þegar hún var fátæk og taldi eðlilegt, að heilsa, menntun og öryggi væri ókeypis fyrir alla. Nú er þjóðin hins vegar orðin rík og nízk og telur sig ekki hafa efni á þessu gamla kerfi. …