Þvæla um þjóðarstuðning

Punktar

Tóm vitleysa er, að tveir þriðju hlutar Íslendinga styðji málstað Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í málum flóttafólks. Atkvæðagreiðsla á visir.is er ekki skoðanakönnun. Úrtakið valdi sig sjálft. Slíkt má ekki í fræðilega rétt gerðum skoðanakönnunum. Atkvæðagreiðslur í vefmiðlum fylgja ekki reglum um skoðanakannanir. Stuðningurinn við Magnús Þór er að vísu meiri en bláeygir fjölmenningarsinnar halda, en ekki svona mikill. Atkvæðagreiðslur á vefnum eru orðnar að plágu, sem ruglar einfeldninga í ríminu. Sérhver, sem styður málstað, setur upp atkvæðagreiðslu til að sanna, að hann njóti fylgis.