Þverdalur

Frá Hvammi í Dölum um Þverdal og Traðardal til Kjarlaksvalla í Saurbæ.

Þessarar leiðar er getið í Sturlungu, en hefur sjaldan verið farin.

Förum frá Hvammi norðaustur Skeggjadal og áfram norðaustur Þverdal. Upp úr dalbotninum á leið um Nónborg norðvestur undir Skeggaxlarskarð. Þaðan norðnorðaustur um Dragatungur niður í Traðardal og síðan norðaustur Traðardal að Kjarlaksvöllum.

19,1 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Nónborg, Hvammsá, Náttmálahæðir, Flekkudalur, Sælingsdalur, Sælingsdalsheiði, Búðardalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Sturlunga