Þverflár

Frá Marðarnúpi í Vatnsdal að Hrafnabjörgum í Svínadal.

Bratt er frá Marðarnúpi austur á fjallið, en þó er þar skýr reiðgata.

Förum frá Marðarnúpi í sneiðingum suðaustur og upp á Marðarnúp. Síðan til austnorðausturs um Marðarnúpsfjall og yfir Þverflár. Suðaustan við Leirtjarnir og sunnan við Axlir í 570 metra hæð. Næst austur og niður með Kaldaklofslækjum að norðanverðu. Loks norðnorðaustur að eyðibýlinu Marðarnúpsseli sunnan við Hrafnabjörg.

12,0 km
Húnavatnssýslur

Nálægar leiðir: Öldumóða, Úlfkelshöfði, Dalsbunga.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort