Þverhaus vegamála

Punktar

Til skamms tíma voru forstjórar Vegagerðarinnar þekktir af diplómatískri hæfni. Þurftu að friða ótal aðila til að geta komið saman áætlunum um vegi og viðhald. Nú er hins vegar kominn hrokafullur þverhaus í embættið. Hreinn Haraldsson talar um helztu náttúruverndarsamtök sem óviðkomandi aðila úti í bæ. Lætur hreppsnefnd í Garðabæ ýta sér út í framkvæmdir í Gálgahrauni, þótt dómsmál séu í gangi vegna eyðileggingar náttúruverðmæta. Á sparnaðartíma er lagt í gersamlega óþarft milljarðasukk, sem mun leiða til álitshnekkis Vegagerðarinnar. Það er ekki nóg að vera verkfræðingur til að fá respekt.