Þverpólitísk samstaða er um þjóðrembu. Hægri, mið og vinstri remba eru að stilla saman strengi. Meirihluti Framsóknar hefur ætíð verið hallur undir rembu. Með hagsmuni landbúnaðar og kvótagreifa að leiðarljósi. Minnihluti Vinstri grænna er hallur undir rembu. Með hatrið á Evrópusambandinu að leiðarljósi. Hálfur Sjálfstæðisflokkurinn er líka hallur undir rembu. Samanber árásir Davíðs og Styrmis á alþjóða kapítalismann. Hægri remban minnir á kommúnisma Karl Marx. Tengikraftur hinna fjölbreyttu afbrigða er tækifærissinninn Ólafur Ragnar Grímsson, áður með útrás, núna gegn friði.