Ríkisstjórnin hefur sett IceSave í þjóðstjórnarfarveg. Allir flokkar á þingi eru með í ráðum. Í þann hóp vantar engan nema forsetaritara, svo að allir málstaðilar séu með á nótunum. Úr því að svo er komið, getur ríkisstjórnin ekki tekið málið úr þeim farvegi. Hún getur ekki heldur mælt með samþykkt ríkisábyrgðarinnar. Getur ekki heldur kippt burt þjóðaratkvæðagreiðslunni eða frestað henni um meira en tvær vikur. Ríkisstjórnin verður að sætta sig við, að framvinda IceSave málsins fer eftir þverpólitísku samkomulagi. Hún fer ekki eftir stöðumati ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þetta er orðið ljóst.