Þverpólitískur farvegur

Punktar

Þrisvar mistókst að semja um IceSave. Þriðja útgáfan verður felld með þjóðaratkvæði. Fyrra ferli af hálfu ríkisstjórna Geirs Haarde og Jóhönnu Sigurðardóttur hefur gengið sér til húðar. Nú er bezt að halda áfram í pólitískum farvegi flokksformanna. Ferðin til Haag er fyrsta skrefið á þeirri leið. Vonandi verður hægt að ná þessu leiða amáli úr flokkspólitísku þjarki. Breytir samt ekki þjóðaratkvæðagreiðslunni. Raunar hefði málið alltaf átt að vera í þverpólitískum farvegi. Of seint er að gráta það nú. Við höfum greitt IceSave þjarkið dýru verði og munum gera það enn um sinn.