Þverstæð þjóðarviðhorf

Fjölmiðlun

Samkvæmt skoðanakönnun MMR telur fólk DV standa sig fjölmiðla bezt við að ljóstra upp um spillingu. Samkvæmt könnun sama fyrirtækis ber fólk minnst traust til DV allra fjölmiðla. Þverstæðan er gömul og vaxandi. Ég minnist perramálsins á Ísafirði árið 2006. Hvert orð í DV var sannleikanum samkvæmt. Svo satt, að ríkið varð að borga fórnarlömbum perrans skaðabætur. Þjóðin snerist samt gegn DV. Hjálmar Árnason pokaþingmaður og Hjálmar Jónsson pokaprestur sögðu DV hafa drepið manninn og Össur Skarphéðinsson skrifaði um hann minningargrein. Gerð voru hróp að blaðinu í undirskriftum á netinu.