Þverstæða Frosta

Punktar

Frosti Sigurjónsson framsóknarþingmaður á aðild að lækkun auðlindarentu sjávarútvegs og virðisaukaskatts ferðaþjónustu. Samtímis kvartar hann um stórvanda í heilbrigðismálum og kjörum aldraðra og öryrkja. Honum dettur ekki í hug að útskýra þessa þverstæðu. Hins vegar vill hann fresta þegar hafinni smíði fangelsis á Hólmsheiði fyrir útrásargreifa. Slær þannig tvær flugur í einu höggi, gætir hagsmuna gæludýra og minnkar líkur á, að greifar hljóti makleg málagjöld. Þetta er mjög framsóknarleg þverstæða, er einkennir Frosta umfram aðra ábyrgðarlausa og grófa lýðskrumara flokksins á alþingi.