Örugglega hef ég komið í hundruð miðborga í flestum álfum. Aldrei hef ég komið í miðborg, þar sem eru gömul mannvirki, sem heimamenn telja mega missa sig. Aldrei hef ég heldur komið í miðborg, þar sem ekki eru einhver nútímamannvirki, sem heimamenn eru andvígir. Aldrei hef ég komið í miðborg, þar sem ekki gildir reglan: Því eldra því betra. Það er bara hér í Reykjavík, að umræða um borgarskipulag gengur meðal annars út á að nauðsynlegt sé láta svokölluð kofaskrifli víkja fyrir sjálfmiðjuðum smekk nútíma arkitekta. Eins og íslenzka krafan um, að ósnortin víðerni víki fyrir vegum.