Þykjast ekki skilja ensku

Punktar

Pólitískir bófar virðast almennt halda fram, að þeir skilji ekki spurningar á ensku. Þannig skildi Sigmundur Davíð ekki spurningu SVT og Ólafur Ragnar skildi ekki spurningu CNN. Hafa þó dvalið langdvölum í enskumælandi löndum. Sigmundur Davíð sagði af sér af þessu tilefni, en Ólafur Ragnar situr límdur við stólinn. „Do you have any offshore accounts? Does your wife have any offshore accounts? Is there anything that’s going to be discovered about you and your family?“ Tengdaforeldrar eru „family in law“ á ensku. Svar Ólafs var afdráttarlaust: “No, No, No, No, No, that is not going to be the case.” Auðvitað var hann að ljúga. Klaufalega eins og Sigmundur.