Þyngist brún á Bjarna

Punktar

Síðan í vetur hefur Bjarni Benediktsson sífellt komið önugur fyrir í sjónvarpi. Var það ekki áður. Hefur uppgötvað, að lífið er þraut, allt gengur tífalt verr en áætlað var. Semsagt allt í steik. Ráðherrar eru hver á fætur öðrum jafnrúnir trausti og hann sjálfur, samkvæmt mælingum. Björn Bjarnason, fyrrum menntamála, snuprar Illuga Gunnarsson núverandi fyrir fáráð plön um styttingu menntaskóla. Ragnheiður Elín, við skulum ekki nefna hana frekar, svo hræðileg er hún. Og svo þarf Bjarni stöðugt að fást við galinn Sigmund Davíð, hvílík örlög. Og á þingi er samvalinn hópur bófa, sem út fyrir sig er þolandi, en þeir eru bjánar líka.