Þyrla upp ryki

Punktar

Þegar ráðherrum líður illa út af gagnrýni á gerðir þeirra eða iðjuleysi, þyrla þeir upp ryki. Láta koma fram getgátur um náttúrupassa, er reita fólk til reiði. Eða hugmyndir um bús í búðir, sem hafa sömu áhrif. Af  nógu er að taka, svo sem vegaskatt kringum Reykjavík. Halldór Laxness lýsir slíku vel í Atómstöðinni: Að grafa upp hugsanleg bein Jónasar Hallgrímssonar. Við þekkjum tillögur um breytta klukku. Allt fer á hvolf, því allir hafa vit á slíku. Fáir skilja alvörumál á borð við einn og sama vask á allt, allan fisk á markað, frjáls uppboð kvóta, gistináttagjald, nýja stjórnarskrá og einkavinavæðingu. En við vöðum bara reyk.