Bandaríkjastjórn undirbýr árás á Íran vegna meintra atómvopna. Þótt Mohamed ElBaradei, eftirlitsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segi Íran fara að tilmælum. Bandaríkjastjórn réðst á Írak af sama tilefni, þótt eftirlitsmennirnir Hans Blix og Scott Ritter segðu landið fara að tilmælum. Bandaríkjastjórn lýgur nú eins og hún laug þá. Hún veður fram og lætur ekki staðreyndir aftra sér. Þýzkaland hefur ákveðið að taka engan þátt í ofsa Bandaríkjanna gegn Íran. Stjórn Bandaríkjanna segir þeim mun meiri ástæðu til að ráðast á Íran. Fasistastöðin Fox segir fyrirhugaða árás vera þýzkri linkind um að kenna.