Þýzkaland stórgræddi í fyrra

Punktar

Þýzkaland græddi meira árið 2010 en nokkurt ár síðan landið sameinaðist. Tók Vestur-Þýzkaland þó á sig óheyrilegan kostnað við að axla Austur-Þýzkaland. Þýzkaland er hornsteinn Evrópu og hefur með góðri hjálp Frakklands lyft grettistaki í Evrópusambandinu. Hagvöxtur Þýzkalands var 3,6% í fyrra, sem er einsdæmi í þróuðu iðnríki. Evran er nútímaútgáfa þýzka marksins. Hún mun standa eins og klettur næstu árin, hvað sem Evrópuhatarar segja á Íslandi. Ég varð vitni að frábærri stjórn Þýzkalands á valdatíma Adenauer og Erhard. Þá var lagður grunnur að hagstjórn, sem bar hag almennings fyrir brjósti.