Tíðarandinn tekur við sér

Fjölmiðlun

Tidarandinn.is, hefur endurnýjazt. Hann er blogggátt, sem tínir upp blogg þekktra manna og flokkar það. Þar eru þingmenn og bæjarstjórnarmenn, ýmsir flokksmenn, fjölmiðlamenn og áhugamenn. Einnig eru þar söfn frétta og bloggs á ýmsum sviðum. Tíðarandinn keppir við Blogg.gattin.is og Fretta.gattin.is, sem hingað til hefur haft forustu í þessu. Þær birta þó alla nafngreinda bloggara, en Tíðarandinn grisjar þá. Þetta eru öðru vísi gáttir en mbl.is, visir.is, dv.is og eyjan.is, sem ná bara til eigin bloggara. Líf er að færast í þennan bransa og Tíðarandinn er kominn í hörku fína samkeppni.