Í tilefni lokinna kosninga hefur Kjararáð Yfirstéttarinnar hækkað laun ráðherra um 330 þúsund krónur á mánuði. Tekur sú ákvörðun þegar gildi, sem er nýtt, því venjulega hækkar ráðið launin langt aftur í tímann. Þingmaður fær nú 1,1 milljón á mánuði fyrir utan alls konar skattfríar sporslur. Ráðherrar fá 1,8 milljón krónur á mánuði fyrir utan aukagreiðslur. Forsætis fær 2 milljónir á mánuði plús tilheyrandi. Á toppnum er svo forseti, sem fær 3 milljónir á mánuði, en það er ekki lengur skattfrítt. Ég gæti því látið mér detta í hug, að ríkið hafi peninga aflögu til að hækka hlutdeild sína í sjúkrakostnaði og kostnaði við örorku.