Barack Obama vann sæti frambjóðanda til forseta á að vera vinstra megin við Hillary Clinton. Hann var til dæmis meira á móti stríðinu gegn Írak. Nú er Clinton frágengin og nýi slagurinn er við John McCain. Í tilefni af því hefur Obama fært sig meira inn á miðjuna. Hann talar fallega til róttæks ofsatrúarfólks, segir gyðinga yndislega og er minna andvígur stríðinu. Það gerir hann til að ná meira fylgi af miðjunni. Hvað hann gerir svo, þegar hann er orðinn forseti, veit nú enginn. Sennilega færir hann sig aðeins meira til vinstri aftur. En varla eins langt og ungir stuðningsmenn vilja.