Til mikilla vandræða

Punktar

Öll fjölþjóðleg samtök um mannréttindi styðja tillögu allra ríkja heims nema Bandaríkjanna um nýskipan Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Human Rights Watch og Amnesty International. Þá hafa tólf manns, sem fengið hafa friðarverðlaun Nóbels, lagst á sveif með mannkyninu gegn Bandaríkjunum. Ljóst er, að Bandaríkin eru og verða áfram til mikilla vandræða í samfélagi ríkja. Því er undarlegt, að ríkisstjórnir í Evrópu og jafnvel Evrópusambandið eru stundum að reyna að friða Bandaríkin með aðild að ofbeldi þeirra, til dæmis ríkisstjórn Íslands í Afganistan.