Í vaxandi mæli leita menn til Sviss til að láta binda enda á þjáningar sínar, ef þeir eru illa haldnir af ólæknanlegum sjúkdómi. Þrír útlendingar létu aflífa sig í Zürich árið 2000, 38 árið 2001 og 55 árið 2002. Þetta er leyft samkvæmt svissneskum lögum frá 1942. Aðstoð við slík sjálfsvíg er líka leyfð í Hollandi og Belgíu, en þar eru gerðar meiri kröfur um langvinnt samband sjúklings og læknis, áður en svo afdrifarík ákvörðun er tekin. Í Sviss geta menn hins vegar komið að morgni og verið látnir síðdegis. Alison Langley segir í New York Times frá deilum í Sviss um þessa óvenjulegu viðbót við ferðaþjónustuna í landinu.