Til vits og ára

Punktar

Fyndin er fullyrðingin um, að það sé vandamál, að sjötugir stjórni landinu. Í síðustu kosningum urðu kynslóðaskipti, er fertugir silfurskeiðungar tóku við. Frekar má segja, að börnin stjórni barnalega. Fullyrðingin er studd annarri fullyrðingu um, að 67 ára Davíð staksteinn stjórni Bjarna og 62 ára Þórólfur í kaupfélaginu stjórni Sigmundi Davíð. Þunn skýring. Ólafur Ragnar er að vísu 71 árs, en hann er á útleið. Að Sigrún Magnúsdóttir varð ráðherra 70 ára segir okkur, að yngri þingmenn stóðust ekki prófið. Ynging alþingis í kosningunum var mesta feilspor í sögu lýðveldisins. Gamla fólkið er þó komið „til vits og ára“.