Gallinn við vinnu og niðurstöður Rögnunefndar er, að dæmið snýst ekki um neinn veruleika. Annað hvort vill fólk hafa innanlandsflugvöll áfram í Vatnsmýri eða vill flytja flugið til Keflavíkurvallar. Heilbrigð skynsemi segir, að þessir tveir séu kostirnir, enda langódýrastir. Óðs manns æði sé að reisa flugvöll frá grunni á nýju svæði. Að setja upp nefnd um tugmilljarða hugmyndir var eyðsla á tíma og fé. Tilgangur Rögnunefndar var raunar ekki að leysa mál, heldur fresta illdeilum fram yfir kosningar. Hún var pólitískt trikk og niðurstaðan í samræmi við það. Nú má setja þetta plagg í ruslakörfuna og halda áfram að rífast.