Tilgangsleysi laga

Punktar

Misserum saman er reynt að smíða lög um okur smálánafyrirtækja, en tekst þó ekki. Alþingi útvatnar textann, svo að hann verður meiningarlaus. Þetta gera þingmenn í samráði við talsmenn hagsmunaaðila. Hér tíðkast sí og æ að leita ráða hjá hagsmunaaðilum. Einmitt það, sem alls ekki má gera. Ekkert fæst af viti út úr lögum, ef hagsmunaaðilar koma við sögu. Í gamla daga voru menn einfaldlega dæmdir fyrir okur. Ekki lengur. Fjármálaeftirlitið þvær hendur sínar, því að okur flokkast ekki undir fjármál að sögn forstjórans! Svona er þetta á fleiri sviðum, nýsamþykkt lög ná ekki yfir það, sem þau fjalla um!