Tilgátan bilaði 100%

Punktar

Langt er síðan menn hættu að ímynda sér, að „hin ósýnilega hönd markaðarins“ mundi leiðrétta kúrsinn. Þessi hönd er ekki til. Á öllum sviðum fór tilgátan úrskeiðis. Markaðurinn hætti að vera frjáls. Græðgi aðstöðuhafa varð stjórnlaus og siðblind. Launafólk sat ekki við sama borð og launagreiðendur. Einkarekstur varð óhagkvæmari en opinber rekstur. Samráð leystu samkeppni af hólmi. Vegna þessa reynist nauðsynlegt að endurþjóðnýta einokun, að setja lágmarkslaun, að setja upp auðlindarentu, að stighækka auðlegðarskatt, að margherða eftirlit með hegðun fyrirtækja. Einkarekstur er orðinn að skrímsli, sem tæpast verður hamið.