Í borgarskipulaginu ganga menn berserksgang við að rústa gömlum götumyndum með forljótum steypu- og glerkössum í stíl við Mýrargötu-skrímslið. Hótelið við Lækjargötu tekur ekkert tillit til umhverfisins, sem þar er fyrir. Gróðafíknir verktakar hafa gert borgarstjórn að þrælum sínum. Ömurlegt framhald af fyrri hroka arkitekta, sem hunzuðu allt umhverfið. Þannig varð Morgunblaðshúsið til, Iðnaðarbankahúsið og Nýja Bíó-höllin. Þannig varð bíslag Landsbankans til og Íslandsbanki að skrímsli. Og Landspítalalóðin að furðulegu safni um andsetna arkitekta hvers tíma. Af öllum þeim graut er bara elzti Landspítalinn fagur.