Erfitt er að vera ungur karlmaður í dag. Siðferðilegt leiðarljós hárlausrar karlmennsku nútímans sætir einelti fésbókar og bloggheima. Nærri fjórðungur tegundarinnar getur ekki lesið sér til gagns. Háskólar fyllast af hálærðum blómarósum. Fyrir strákunum liggur að leggjast á atvinnuleysisbætur og láta setja á sig síðgotneskt tattú. Varla munu þeir hafa efni á að borga fyrstu útborgun í Harley Davidson. Nútíma þjóðfélag er orðið of flókið fyrir fyrrum ofurtegund, sem senn lendir í útrýmingarhættu. Loks reiðir Sóley Tómasdóttir svipuna hátt til höggs, þegar talsmenn úreltrar tegundar gráta tilvist sína.