Tilvistarvandi í Evrópu

Punktar

Tilvistarvandi Evrópusambandsins og evrunnar mun halda áfram næstu misseri. Grikkland er ekki eini vandinn, Ítalía kemur næst og enn eru ótrygg Spánn og Portúgal. Írland er vonandi komið fyrir horn. Sambandið og Evrópubankinn verða önnum kafin við að verjast áföllum. Annars vegar þarf að efla sjóði, sem tryggja fjárhagsöryggi Miðjarðarhafsríkja og hins vegar þarf að verja sjóðina fyrir áhlaupum fjölþjóðlegra vogunarsjóða. Menn eru ekki sammála um lausnir, Þjóðverjar vilja meiri sparnað, þjóðir Miðjarðarhafsins vilja meiri útgjöld til að starta sveiflu. Evrópa skríður því frá einni krísu til næstu.