Í Bandaríkjunum hefur tekjuhæsta prósentið leyst til sín meira en allan hagvöxt frá því fyrir aldamót. Miðstéttir þynnast og kapphlaupið niður á tekjubotninn breytir láglaunafólki í sultarlaunafólk. Græðgin að ofan er stjórnlaus og ræður pólitíkinni. Þetta gekk, meðan hálf þjóðin hafði það sæmilegt. En nú er hálf þjóðin komin í vanda. Eina ljósið í myrkrinu er Bernie Sanders. Ef nógu margir flykkjast að honum, er hægt að vinda ofan af þessu rugli. Sömu sögu er að segja um Jeremy Corbyn í Bretlandi. Hér er bölið eins. Okkur vantar snillinga til að vekja fólk til vitundar um þörf á pólitískum endaskiptum á samfélaginu.